










X2 vélin er færanlegt og sjálfbært varmaver sem getur framleitt 206kW hitaorku og dreift í vökvaformi. Vélina má nota sem tímabundna hitaveitu vegna bilana eða viðhalds, til að framleiða mikið af heitu vatni eða hita rými með Cli-Wi hitablásurum.
Hvað getur X2 vélin?
X2 getur hitað og þurrkað nýbyggingar eða rými sem hafa orðið fyrir vatnstjóni með Cli-Wi hitablásurum og Heat Work rakaskilju
X2 getur útvegað tímabundna hitaveitu vegna viðgerða eða viðhalds. Auk kosta við minna þjónusturof er hægt að sinna viðgerð á rýmri tíma og dagvinnutíma. Einnig er hægt að hita vatn vegna tímabundinna þarfa eins og heitt vatn í böð fyrir mannamót.
Það er hægt að steypa að vetri til og steypa í frosti með X2 vélinni og Heat Work steypulausnum sem halda steypunni heitri. Þannig er hægt að halda áætlun í steypuvinnu þrátt fyrir vetrarkulda. Einnig er hægt að ná fullri hörku fyrr í steypu með að halda hita á steypunni þar til tilætluð harka næst.