Frost Heater 3600 er færanlegur og sjálfbær hitagjafi sem getur þítt freðna jörð fyrir jarðvinnu, hitað upp nýbyggingar, komið í stað hitaveitu, haldið hita á steypu o.fl.

Það er ekkert mál að þíða frosna jörð

  1. Ein, tvær eða allar þrjár 210m slöngurnar eru dregnar út úr vélinni og lagðar eins og snjóbræðsla með 30cm millibili.

  2. Heat Work vetrarmottur eru lagðar yfir slöngurnar og fergdar eða festar.

  3. Kveikt á vélinni og allt að 100°c heitur vökvi flæðir um slöngurnar og aftur inn í vélina sem hitar vökvann aftur upp, hring eftir hring.

  4. Hiti frá slöngunum hitar vökva í jarðveginum og þýðir 30-80cm niður í jarðveginn á sólarhring.

  5. Vélin vinnur sjálf og lætur vita í farsíma ef eitthvað kemur upp á.

  6. Gengið frá mottum og slöngum og grafið í jarðveginn sem er nú þiðinn.

Hvað þarf ég til að þíða frosna jörð?

Þú þarft aðeins Heat Work Frost Heater 3600 vélina og Heat Work vetrarmottur sem eru léttar og þjálar. Við hjálpum þér að læra á vélina.

Hvað annað er hægt að gera með vélinni?

 

Það er hægt að kynda rými sem þarf tímabundinn hita eins og nýbyggingu, stór tjöld fyrir viðburði eða álíka með Cli-Wi hitablásurunum án mengunar í rýminu. Byggingarraki getur hægt á framkvæmdum en Frost Heater vélin með Cli-Wi blásurum og Heat Work rakaskiljum geta minnkað raka í nýbyggingum.

Það er hægt að steypa að vetri til og steypa í frosti með Heat Work steypulausnum sem halda steypunni heitri. Þannig er hægt að halda áætlun í steypuvinnu þrátt fyrir vetrarkulda. Einnig er hægt að ná fullri hörku fyrr í steypu með að halda hita á steypunni þar til tilætluð harka næst.

Það er hægt að koma á tímabundinni hitaveitu með Cli-Wi varmaskipti ef þess þarf vegna bilana eða viðhalds.

Bæklingur

Bæklingur

Next
Next

Frost Heater X2