Oft þarf að bíða með að steypa vegna útihita eða snjó og klaka á steypumótum. Heat Work vélin getur bæði hitað upp steypumót, steypuskil o.fl. auk þess að geta haldið hita á steypu sem er búið að hella með þrennum hætti. Með innsteyptum plaströrum sem eru fest á járnagrind, með því að leggja slöngur úr heat work vélinni utan á steypumót eða ofan á plötu. Þjálu vetrarmotturnar frá Heat Work geta svo einangrað mótin eða steypuna.
Auk þess að geta haldið steypu heitri þegar lofthiti er kaldur þá er einnig hægt að flýta fyrir að steypa nái fullum styrk en í sumum tilfellum getur það flýtt notkun mannvirkisins.
Þegar næsta aðliggjandi steypa er steypt er hægt að hita flötinn upp í viðeigandi hitastig til að þurfa ekki að steypa á móti köldu yfirborði.



